Afhendingar- og skilastaðir UMB // þriðjudaginn 18. ágúst 2020 kl. 09:44
AFHENDINGAR- OG SKILASTAÐUR KERJA
- sem eru í eigu Umbúðamiðlunar ehf -
Keraleiga hefst við afhendingu til leigutaka, eftir atvikum:
1. við sérhver kaup á hráefni til vinnslu á fiskmarkaði eða þriðja aðila.
2. hjá umboðsaðila leigusala, t.d. fiskmarkaði eða samstarfsaðila.
3. í húsnæði leigusala í Reykjavík.
4. það er komið í vörslu leigutaka eða flutningsaðila á hans vegum.
5. samkvæmt ákvörðun leigusala hverju sinni.
Hinum leigðu kerum skal skilað hreinum og tilbúnum í næstu leigu:
1. á sama stað og þau voru afhent.
2. á fiskmarkað í umdæmi leigutaka, að fengnu samþykki leigusala í hvert sinn sem skilað er.
3. til viðskiptavina leigusala þar sem þörf er á hverju sinni, að fengnu samþykki leigusala í hvert sinn sem skilað er.
Annað við keraskil:
- Allan kostnað vegna flutninga á kerjum greiðir leigutaki enda er flutningsaðila hans skylt að skila tómum kerjum á sama stað og ferð hófst samanber ofangreint.
- Ef keri er skilað óhreinu skal leigutaki greiða fyrir þvott á kerinu, samkvæmt gjaldskrá leigusala hverju sinni.
- Ef keri er ekki skilað sama dag og leigu lýkur skal leigutaki greiða fyrir smölun á kerinu, samkvæmt gjaldskrá leigusala hverju sinni.
- Umbúðamiðlun
Fara til baka