Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna þessi nær til alls starfsfólks FMS hf. og eru markmið hennar að gæta fyllsta jafnréttis kynjanna sbr. lög nr. 150/2020. Tryggir stefnan að allir starfsmenn njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf óháð kyni. Hver starfsmaður á að vera metinn og virtur að verðleikum sínum og ekki á að mismuna starfsfólki á grundvelli ómálefnalegra þátta. 
FMS hf. skuldbindur sig til að viðhalda stefnunni í samræmi við ÍST 85:2012 jafnlaunastaðalinn með því að: 

  • Framkvæma árlega launagreiningu 
  • Kynna starfsfólki helstu niðurstöður launagreininga 
  • Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugu eftirliti og umbótum 
  • Gera reglulegar innri úttektir 
  • Halda árlega rýni stjórnenda 
  • Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem eru í gildi hverju sinni 

Jafnlaunastefna FMS hf. er órjúfanlegur hluti af launastefnu fyrirtækisins. 
Ábyrgðaraðili: Framkvæmdastjóri FMS hf. ber ábyrgð á að jafnlaunakerfi sé komið upp og innleitt og því viðhaldið í samræmi við ÍST 85:2012. 
Fulltrúi: Öryggisvörður/skrifstofumaður FMS hf. er ábyrgur fyrir því að skila skýrslum til æðstu stjórnenda um jafnlaunakerfið, gæði þess og skilvirkni, sem og tilmælum um úrbætur.